Káratorg forhönnun, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 106
2. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Forhönnun torgs á mótum Frakkastígs, Njálsgötu og Kárastígs, kynnt.
Gestir
Rebekka Guðmundsdóttir deildarstjóri borgarhönnunar tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Kynnt er forhönnun Káratorgs sem er torg á mótum Frakkastígs Njálsgötu og Kárastígs. Fulltrúa Flokks fólksins finnst vont að hafa ekki fengið kynninguna fyrir fundinn til að kynna sér innihald hennar, út á hvað þetta gengur? Hver er áætlaður kostnaður við þetta torg?  Hver er ástæða þess að talið er mikilvægt að fara í þetta verk núna þegar samfélagið er að koma úr afar erfiðu ástandi? Engar upplýsingar um þetta fylgir með í kynningunni. Fulltrúi Flokks fólksins er nú orðinn all brenndur á gerð torga á vakt þessa meirihluta, framkvæmdir sem virðist vera í miklum forgangi hjá valdhöfum. Þegar víða kreppir skóginn í grunnþjónustu og margir eiga um sárt að binda þá skýtur svona framkvæmd skökku við nú. Nota má þetta fjármagn frekar til að ná niður biðlistum.