Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. júní 2021:
Svar
Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að bílastæði við Skólavörðustíg 23 verði merkt fyrir hreyfihamlaðan einstakling.
Komur og brottfarir
- Kl. 09:44 víkur Örn Þórðarson af fundi.
- Kl. 09:44 tekur Katrín Atladóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 09:45 víkur Jórunn Pála Jónasdóttir af fundi.
- Kl. 09:45 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
Sjálfstæðisflokkur
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði fagna því að verið sé að bæta aðgengi hreyfihamlaðra með því að staðsetja stæði á jafnsléttu en ekki í halla eins og nú er á þessu svæði. Mikilvægt er að gott samráð sé haft við Öryrkjabandalagið og hagsmunasamtök hreyfihamlaðra við staðsetningu P - merktra bílastæða. Aðgengi hreyfihamlaðra hefur verið takmarkað að miðborginni og fara þarf í heildstæða vinnu til að auka það enn frekar.
Flokkur fólksins
Lagt er til að samþykkt verði bílastæði við Skólavörðustíg og Laugaveg sem verður sérmekt fyrir hreyfihamlaða einstaklinga. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar hverju einasta stæði sem samþykkt er fyrir hreyfihamlaða og vonar fulltrúi Flokks fólksins að ákvörðun um þessi stæði hafi verið tekin í samráði við hagsmunasamtök fatlaðra. Þessi málaflokkur hefur orðið undir hjá meirihlutanum í borginni og við ákvörðun að loka fyrir umferð bíla og gera göngugötur þá má segja að fatlaðir og þeir sem eiga erfitt um gang hafa verið skildir eftir úti í kuldanum. Almennt er aðgengismál fatlaðra í miðbænum erfiðleikum háð og er í raun kapituli út af fyrir sig. Því miður er það þannig að margir fatlaðir finna sigi ekki lengur velkomin í bæinn og fara ekki þangað nema tilneyddir.