Tillaga skipulags- og samgönguráðs,um að fjarlægja þverslár á hjólaleiðum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 107
9. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og samgönguráð felur skrifstofu framkvæmda og viðhalds að setja á framkvæmdaáætlun að fjarlægja þverslár á hjólastígum.   Greinargerð fylgir tillögunni.    Samþykkt. Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessari tillögu um að fjarlægja járnslár á hjólreiðastígum.  Ekki er liðinn nema einn fundur síðar Fulltrúi flokks fólksins nefndi í bókun að  járnslár á göngu- og hjólastígum þurfi að fjarlægja enda skapa þær hættur. Nú er þetta orðið að tillögu meirihlutaflokkana. Hér er reyndar talað um þverslár en þverslá er ekki þverslá fyrir þá sem koma hjólandi samsíða “þverslám”. Um er að ræða járnslár, stuttar og langar sem mæta hjólreiðamönnum stundum að framan og stundum frá hlið og kemur í veg fyrir að þeir geti hjólað hindrunarlaust. Þær eru því bæði hættulegar ef rekist er á þær á ferð og  einnig sannarlega óþarfar. Sama á við alla þá sem koma á öðrum farartækjum eða styðjast við hjálpartæki eins og hjólastóla, sem mega vera á þessum stígum.  Hvað sem þessu líður þá er ánægjulegt að vel var tekið í að hafa þessa tillögu sameiginlega tillögu skipulags- og samgönguráðs.