Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,varðandi Borgarlínu
Síðast Frestað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 107
9. júní, 2021
Frestað
‹ 20. fundarliður
21. fundarliður
Fyrirspurn
Nýlega voru birtar niðurstöður könnunar MMR þar sem fram kom að 44% svarenda töldu að til væru hagkvæmari leiðir til að ná góðum eða betri árangri við að bæta almennings samgöngur en uppbygging Borgarlínu. Svarendur voru 611. Tæpur þriðjungur sagðist aldrei myndi nota hana. Meirihlutinn í borginni hefur iðulega tekið mikið mark á niðurstöðum kannanna sem þessara t.d. og stutt sig við þær í ákvarðanatökum sínum sbr. göngugötur. Þegar spurt hefur verið um vinsældir flokka í borginni hafa meirihlutaflokkarnir tekið þær niðurstöður háalvarlega. Því vill fulltrúi Flokks fólksins spyrja nú hvort skipulagsyfirvöld í borginni ætli að taka til greina þessar niðurstöður sem sumar eru býsna afgerandi. Spurt var um andstöðu við fækkun akreina fyrir bíla og sögðu 65% svarenda vera mjög eða frekar andvíg fækkun akreina á Suðurlandsbraut fyrir bíla úr fjórum í tvær til að rýmka fyrir uppbyggingu Borgarlínu.  Þá var ríflegur meirihluti andvígur lækkun hámarkshraða á borgargötum en fjórðungur var hlynntur þeim. Meirihluti svarenda var einnig andvígur fjölgun hraðahindrana til að draga úr hraða á götum. Þetta eru býsna afgerandi niðurstöður.
Svar

Frestað.