Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð beinir því til skipulags- og samgönguráðs að láta yfirfara gátlista fyrir leiksvæði og opin svæði sem er hafður til hliðsjónar við hönnun og framkvæmd svæðanna og bæta inn atriðum til að tryggja að svæðin uppfylli hugmyndafræði algildrar hönnunar. Lagt er til að við hönnun og/eða breytingar á leikvöllum, fjölskyldurýmum eða opnum svæðum í borgarlandinu verði ávallt litið til hugmyndafræði algildrar hönnunar (Universal Design). Er þar meðal annars átt við að svæðin og leiktækin sem valin eru henti sem flestum hópum óháð aldri og fötlun. Við hönnun og útfærslu verði haft í huga að leita lausna í takt við Græna planið svo sem umhverfisvæn leiktæki og að hugað verði að kolefnisfótspori og endurnýtingu efnis.