Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 20. ágúst 2021.
Svar
Tillögunni er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Tillaga meirihlutans snýr að því að hefja undirbúning tilraunaverkefnis vegna leigu á rafskutlum sem sérstaklega verði ætlað að þjóna fólki sem á erfitt með að ganga lengri vegalengdir í miðbænum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvaða hóp meirihlutinn er að vísa hér til. Fatlaðs fólks, fólks með skerta hreyfigetu eða þeirra sem eru með léttvægari fótameiðsl? Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til aðra lausn sem mætti skoða samhliða rafskutluleigu þess vegna og hún er sú að skutluvagn æki um göngugötur. Tillögunni var vísað frá með þeim rökum að ekki megi fjölga bílum á göngugötum og að á Hverfisgötu séu frábærar strætótengingar. Víða erlendis, á sólarströndum sem dæmi má sjá fólk sem á erfitt um gang aka um á litlum rafskutlum, sennilega svipað því og meirihlutinn hefur í huga. Það fólk býr á hótelum á staðnum og rafskutlurnar til taks fyrir utan hótelin. Þegar reynt er að yfirfæra þetta yfir á miðbæ Reykjavíkur er fyrsta hugsunin að fólk sem ekki býr þar þarf að komast þangað sem rafskutlan er?