Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025, stýrihópur um innleiðingu
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lagt er fram til staðfestingar erindisbréfi samgöngustjóra varðandi stýrihóp um innleiðingu Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2021-2025. Lagt er til að Hjálmar Sveinsson, Katrín Atladóttir og Pawel Bartoszek taki sæti í stýrihópnum.
Svar

Samþykkt.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Stýrihópurinn er skipaður tveimur frá meirihluta og einum frá minnihluta. Þetta er þröngur hópur og finnst fulltrúa Flokks fólksins rík ástæða til að stækka hann, fá fleiri um borð. Hér er verið að fjalla um fimm milljarða fjárfestingu að lágmarki.  Eins og í flestum málum hjá borgarmeirihlutanum er sífellt lögð áhersla á að kaupa ráðgjafarþjónustu. Fulltrúi Flokks fólksins spyr af hverju talið er nauðsynlegt að taka það fram á þessu stigi? Sumt af því sem verið er að kaupa ráðgjafarþjónustu fyrir gæti borgarkerfið mögulega vel ráðið við með sína fjölmörgu fagmenntuðu starfsmenn. Aðkeypt vinna kostar mikið.