Gjald fyrir bílastæðakort íbúa í Reykjavík, tillaga - USK2021020020
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 25. júní 2021, ásamt fylgigögnum:
Svar

Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki meðfylgjandi drög að gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkinarinnar, Viðreisn, Píratar
    Með breytingunum er lagt til að gjald fyrir íbúakort fari úr 8.000 kr. á ári í 1.250 kr. á mánuði fyrir hreina rafmagns- og vetnisbíla og 2.500 kr. á mánuði fyrir aðrar bíla. Nýlega voru reglur um íbúakort einfaldaðar og með þeim breytingum hefur þeim sem rétt eiga á slíkum kortum hefur fjölgað umtalsvert. Gjaldtaka í hverjum mánuði eykur sveigjanleika og er til hagsbóta fyrir íbúa. Þá styðja grænir hvatar í gjaldskrá íbúakorta við betri loftgæði og áherslur borgarinnar í loftslagsmálum.
  • Flokkur fólksins
    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki nýja gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavík. Íbúar sem búa í Miðborginni eiga að sjálfsögðu að eiga kost á bílastæðum í nágrenni við heimili sín en þróunin er sú hjá þessum meirihluta að draga úr einkabílastæðum við hús fólks. Ársgjald er 1250 fyrir „hreina“ rafmagnsbíla en 2500 fyrir aðra. Um er að ræða hækkun gjalds upp á meira en 200%. Fulltrúi Flokks fólksins finnst að svokallaðir tvinnbílar eigi að vera í flokki vistvænna bíla enda ekki hægt að álykta sem svo að þeir séu að aka á bensíni frekar en rafmagni. Fulltrúa Flokks fólksins hefur áður bókað um bílastæðahúsin í þessu sambandi. Breyta mætti fyrirkomulagi bílastæðahúsa enda eru þau langt því frá að vera fullnýtt. Þau ættu að vera opin allan sólarhringinn og skoða mætti að lækka gjöldin í þeim til muna. Þá myndu bílum fækka á götum.