Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu,um veggjakrot á rafmagnskössum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Skipulagsráð samþykkir að Orkuveitu Reykjavíkur verði gert skilt að þrífa krot af rafmagnskössum í eigu félagsins og eru í borgarlandinu a.m.k. tvisvar á ári.
Svar

Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
    Reykjavíkurborg á Orkuveitu Reykjavíkur og hefur því eigandavald yfir félaginu. Það er orðhengilsháttur að vísa tillögunni frá skipulags- og samgönguráði í stað þess að samþykkja hana og vísa henni til Orkuveitunnar til aðgerða. Tillagan snýr að fegurri og hreinlegri höfuðborg. Veggjakrot á rafmagnskössum Orkuveitu Reykjavíkur er merki um mikinn sóðaskap og vanrækslu.
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Ráðið getur ekki beint fyrirmælum til Orkuveitu Reykjavíkur en ekki með boðvald yfir henni. Við beinum hins vegar þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagssviðs að efla samstarf við Orkuveituna um þrif á rafmagnskössum í borgarlandi.