Skipulagsráð samþykkir að Orkuveitu Reykjavíkur verði gert skilt að þrífa krot af rafmagnskössum í eigu félagsins og eru í borgarlandinu a.m.k. tvisvar á ári.
Svar
Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Bókanir og gagnbókanir
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Reykjavíkurborg á Orkuveitu Reykjavíkur og hefur því eigandavald yfir félaginu. Það er orðhengilsháttur að vísa tillögunni frá skipulags- og samgönguráði í stað þess að samþykkja hana og vísa henni til Orkuveitunnar til aðgerða. Tillagan snýr að fegurri og hreinlegri höfuðborg. Veggjakrot á rafmagnskössum Orkuveitu Reykjavíkur er merki um mikinn sóðaskap og vanrækslu.
Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
Ráðið getur ekki beint fyrirmælum til Orkuveitu Reykjavíkur en ekki með boðvald yfir henni. Við beinum hins vegar þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagssviðs að efla samstarf við Orkuveituna um þrif á rafmagnskössum í borgarlandi.