Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,v. spilakassa um að endurskoða reglur og samþykktir
Síðast Frestað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 109
30. júní, 2021
Frestað
‹ 34. fundarliður
35. fundarliður
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að umhverfis- og skipulagssvið ráðist í það skipulagsverkefni að endurskoða reglur og samþykktir borgarinnar með það að markmiði að minnka rekstur spilakassa og skaðlegar afleiðingar slíks reksturs. Spilafíkn veldur  samfélagslegum skaða. Þrátt fyrir það eru reknir spilakassar í Reykjavík. Umræða um rekstur spilakassa og hvort rétt sé að banna slíkan rekstur hefur skapast fyrir tilstilli Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem hafa staðið fyrir átakinu Lokum.is, en frekari upplýsingar má finna á vefsíðu með sama nafni. Samtökin hafa dregið fram reynslusögur  sem sýna svart á hvítu hversu miklum skaða spilafíkn veldur samfélaginu. Reykjavík getur takmarkað rekstur spilakassa. Jafnvel þótt engar reglur hafi verið settar um rekstur spilakassa af hálfu borgarinnar þá eru í gildi ýmsar samþykktir sem hægt er að breyta og gera þar með ítarlegri kröfur til rekstraraðila hyggist þeir reka spilakassa. Þá er hægt að takmarka verulega spilakassarekstur með því að breyta skipulagi borgarinnar. Góð byrjun væri t.d. að gera kröfu um að ekki megi selja áfengi eða veitingar í spilasölum eða að ekki megi reka spilakassa í rými þar sem fari fram veitingasala eða áfengissala. Það má að minnsta kosti hefja skoðun á því hvort slík reglusetning myndi rúmast innan heimilda borgarinnar.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Svar

Frestað.