-
Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
Við fögnum væntanlegri innleiðingu á fyrsta áfanga hámarkhraðaáætlunar. Umferðarhraði er lækkaður á Snorrabraut, á stóru svæði í Laugardal, í Rofabæ og á fleiri stöðum í borginni. Lækkun hraða bætir öryggi, hljóðvist og stuðlar að betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við teljum eðlilegt að næsti áfangi innleiðingar verði lagður fyrir ráðir áramót og jafnframt að þar verði lagt til að fjölga vistgötum í samræmi við viðmið áætlunarinnar.
-
Sjálfstæðisflokkur
Í ákveðnum tilfellum er nauðsynlegt að lækka hámarkshraða vegna öryggissjónarmiða og nálægðar við skólastarf, til að mynda við Bjallavað eins og lagt er til, en við þá götu eru skólastofur Norðlingaskóla, og víðar. En það á ekki við alls staðar og fulltrúarnir saknar þess að nánari rökstuðningur fylgi hverri og einni breytingu sem lögð er til og kosið sé um þær hverja fyrir sig en ekki sameiginlega í stórum pakka. Ennfremur hefði farið betur á því að hafa samráð við íbúa um lækkanir í 1. áfanga en svo var ekki gert.
-
Miðflokkur
Hvað með samgöngusáttmálann og greiðari samgöngur í borginni með ljósastýringum?
-
Flokkur fólksins
Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir mikilvægi þess að lækka hraða í íbúðagötum og í götum sem skólar eru og börn á ferð. Þær götur sem engir skólar eða íbúðahús standa beint við er hins vegar engin nauðsyn að lækka hraðann niður í 30 eða 40 km/klst.
Þegar horft er til hraðalækkunar og hraðahindrana almennt séð togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma, annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og svifryksmyndun. Margt annað í aðstæðum hverju sinni þarf að taka inn í myndina.