Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. júlí 2021:
Svar
Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki undanþágu frá banni við akstri á göngugötusvæði vegna aksturs á:- Klapparstíg, yfir Laugaveg.- Bergstaðastræti, yfir Laugaveg að Smiðjustíg.
Bókanir og gagnbókanir
Miðflokkur
Hér er á ferðinni enn ein hringavitleysan í miðbæ Reykjavíkur. Lokunin er orðin aumkunnarverð fyrir meirihlutann. Hvaða ögrunarstjórnmál eru þetta? Borgarstjóri og meirihlutinn vill loka Laugaveginum og hliðargötum en hefur ekki burði og afl til þess. Þessar lokanir koma aftur og aftur og aftur inn í skipulags- og samgönguráð. Svona einföld ákvörðun hefur spannað allt kjörtímabilið og ekkert lát virðist vera á vitleysunni. Ýmist er verið að loka götum eða opna þær og svo verið að veita undanþágur frá ökubanni. Þessi hringlandaháttur er óþolandi fyrir rekstraraðila og landsmenn alla.