Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. júlí 2021:
Svar
Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að:
Bókanir og gagnbókanir
Samfylkinarinnar, Viðreisn, Píratar
Við fögnum, eftir sem áður öllum skrefum á þeirri leið að gera Laugaveg að göngugötu allt árið. Jafnframt er nauðsynlegt að yfirbragð götunnar breytist smám saman á þann hátt að þeir bílar sem þar megi aki upplifi sig sem gesti í gangandi rými, ekki öfugt.
Sjálfstæðisflokkur
Sú ákvörðun að gera Laugaveginn að göngugötu allan ársins hring hefur verið keyrð áfram á skömmum tíma þrátt fyrir mikla gagnrýni rekstraraðila og íbúa við götuna. Ákvarðanatakan hefur verið sundurleit og fyrirsjáanleikinn í breytingunum ekki boðlegur. Tugir rekstraraðila hafa farið með rekstur sinn annað og áhrif breytinganna því augljós. Þrátt fyrir þá staðreynd og þá rekstrarerfiðleika sem kaupmenn og aðrir rekstraraðilar við Laugaveginn hafa staðið frammi fyrir vegna kórónuveirunnar er haldið áfram án þess að kanna aðstæður á ný í breyttum veruleika eftir að takmörkunum var aflétt. Það blasir því við að þessi afstaða borgarstjórnarmeirihlutans breyti rekstrargrundvelli fyrirtækja við Laugaveginn. Fjölbreytt framboð verslana á Laugaveginum er kjarnaatriði í gildi götunnar.
Miðflokkur
Hér er á ferðinni enn ein hringavitleysan í miðbæ Reykjavíkur. Lokunin er orðin aumkunnarverð fyrir meirihlutann. Hvaða ögrunarstjórnmál eru þetta? Borgarstjóri og meirihlutinn vill loka Laugaveginum og hliðargötum en hefur ekki burði og afl til þess. Þessar lokanir koma aftur og aftur og aftur inn í skipulags- og samgönguráð. Svona einföld ákvörðun hefur spannað allt kjörtímabilið og ekkert lát virðist vera á vitleysunni. Ýmist er verið að loka götum eða opna þær og svo verið að veita undanþágur frá ökubanni. Þessi hringlandaháttur er óþolandi fyrir rekstraraðila og landsmenn alla.