Ákvæði byggingarreglugerðar um bílastæði fyrir hreyfihamlaða, þ.e. um fjarlægð frá aðalinngangi, eru ekki uppfyllt við Naustabryggju 31-33. Lagt er til að Reykjavíkurborg fylgi úrskurði í máli úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 15/2020 og tryggi án tafar aðgengi fyrir hreyfihamlaða að aðalinngöngum Naustabryggju 31 og 33, 110 Reykjavík.
Tillögunni fylgir úrskurður úrskurðarnefndar í máli nr. 15/2020 og bréf Reykjavíkurborgar, dags. 27. apríl 2021, þar sem fram kemur að borgin hafni því að aðhafast frekar í málinu.