Tillaga fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða,og félagsmiðstöðvum - R21060147, USK2021060084 um bætt hjólastólaaðgengi í grunnskólum
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 117
13. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna, dags. 16. júní 2021, þar sem lagt er til að borgarstjórn feli aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla í grunnskólum og félagsmiðstöðvum fyrir árslok 2021 og gera tillögur að úrbótum til umhverfis- og skipulagssviðs sem skal ljúka úrbótum fyrir árslok 2022.  Tillagan var lögð fram á fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna þann 11. júní 2021 og vísað til umsagnar skipulags- og samgönguráðs.
Svar

Afgreiðslu frestað.

Gestir
Björk Arnardóttir, fulltrúi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða, tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.