Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. september 2021.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Fulltrúi Flokks fólksins spurði um um aðkomu hjólandi vegfarenda þar sem eru tröppur á göngustígum og þar sem fólk fer með kerrur í Úlfarsárdal. Í hverfinu eru tröppur víða og hafa börn sem koma hjólandi í skólann þurft að bera hjól sín upp og niður tröppur auk þess sem hjólastígar eru víða með krappar beygjur og ekki aflíðandi. Sem dæmi, efsti hluti stígsins frá Skyggnisbraut og að Sifjarbrunni er malbikaður hallandi stígur án trappa með hita og hægt að hjóla niður hann án vandræða. Frá Sifjarbrunni og niður að Dalskóla með svipuðum halla eru eintómar tröppur. Hægt er að sjá börn á hjólum og hlaupahjólum reyna að fara þessa leið. Þau þurfa allavega að leiða hjólin og ef þau reyna að fara brautina fyrir hjól þá eru þau að detta mjög oft. Þau geta vissulega hjólað lengri leið í skólann á götunni með tilheyrandi hættum. Þessi stígur hefði átt að þjóna betur börnum á hjólum og hlaupahjólum sem og fólki með vagna og kerrur. Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir endurskoðun á þessu. Ekki dugir að nefna eitt dæmi eins og skipulagsyfirvöld gera sem er mögulega í lagi þ.e. leiðin um Urðarbrunn.