Lögð fram umsagnarbeiðni Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 17. ágúst 2021, þar sem óskað er umsagnar skipulags- og samgönguráðs um drög að Lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.
Svar
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Drögin fela í sér marga fallega hluti, s.s. að hafa vandaðar upplýsingar, víðtæka þátttöku borgara og samráð en tvíhliða samráð hefur einmitt verið Akkilesarhæll þessa meirihluta að mati fulltrúa Flokks fólksins. Eldar hafa logað víða um borgina vegna samráðsleysis. Nefna má Skerjafjörðinn, Sjómannareitinn, Miðbæinn og fjölmargt fleira. Íbúaráðin eru nefnd sem samskiptaleið en borgarbúum hefur borgurum gengið misvel að koma málum sínum. Traust á borgarstjórn sem er afar lítið endurspeglar þetta. Stefnan (drögin) eins og hún er lögð upp er kannski meira draumsýn ekki nema tekið verði rækilega til hendinni. Lýðræði þarf að færa á hærra plan þannig að aldrei verði pukrast með hvort heldur skýrslur eða úttektir. Of oft er reynt að setja einstaklinga undir sama hatt eins og t.d. er börnum með ólíkar þarfir og sérþarfir ætlað að stunda nám í skóla án aðgreiningar sem er vanbúinn og öllu er ætlað að eiga samskipti með rafrænum hætti. Komið er inn á mannauðsmál á stefnunni. Þau þarf að skoða rækilega á t.d. á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Þar hefur fólk verið rekið umvörpum.