Fyrirspurn
Verið er að gera breytingar á aksturs-, hjóla og gönguleiðum við Kringlumýrarbraut/ Bústaðaveg m.a. er verið að lengja rampa, gera göngustíga, hjólastíga við hlið akreinar. Verkið skal að fullu lokið 1. október 2021. Áætlaður verktakakostnaður er 91.000.000 Vakin hefur verið athygli fulltrúa Flokks fólksins að þarna stefni í þrengsli, að jafnvel að óeðlilega þröngt verði milli bíla og hjóla. Fulltrúi Flokks fólksins spyr þess vegna hvort lögum og reglugerðum sem og stöðlum sé fylgt þegar svona framkvæmd er skipulögð. Hver er breidd hjóla- og göngustíga og akreinar og eru öllum reglum fylgt í þessu ákveðna tilfelli?