Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,vegna sorppoka
Síðast Frestað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 111
25. ágúst, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Nýtt átak er hjá Sorpu og skal nú allur úrgangur og efni sem komið er með þangað vera í glærum pokum þannig að sjá megi innihaldið. 1. júlí, var bannað að nota svarta plastpoka. Tilgangurinn með glæru pokunum eins og segir hjá Sorpu er að auka hlutfall úrgangs sem fer í endurvinnslu. Sorpa hefur ákveðið að leggja 500 króna álagsgjald á hvern ógagnsæjan poka sem viðskiptavinir endurvinnslustöðva skila. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurn um þetta en ekki fengið svar við. Fyrirspurnin var hvort einnig eigi að leggja gjald á taupoka eða pappírspoka? Eða er hér aðeins átt við plast? Fyrirspurnin er hér með ítrekuð þar sem málið er óljóst. Halda mætti að nú sé einungis hægt að koma með sorp í glærum plastpokum og þar með engri annarri tegund poka. Það skýtur nokkuð skökku við þar sem verið er að reyna að draga úr plasti og nota frekar tau og pappír. Þess vegna er mikilvægt að fá þetta á hreint. Framkvæmdastjóri Sorpu hefur orðað þetta svo að skylda eigi alla til að koma með efnið í glærum plastpokum.
Svar

Frestað.