Miðflokkur
Árleg heildarlosun koltvíssýringsgilda á heimsvísu er samtals um 50 milljarðar tonna. Ísland losar árlega samtals um 6 milljónir tonna af CO2 gildum eða 0.012% af heildarlosuninni og er því ekki tölfræðilega mælanleg. Losun CO2 gilda af mannavöldum á heimsvísu er eftirfarandi: þá er það svona: Iðnframleiðsla - sement, stál, ál, plast, o.fl. 31%, raforkuframleiðsla 27%, landbúnaður - húsdýr, plöntur, o.fl. 19%, samgöngur - flug, bílar, skip, o.fl. 16%, upphitun og kæling húsnæðis 7%. Allt tal um að við séum umhverfissóðar eru staðlausir stafir. Svandís Svavarsdóttir gaf losunarkvótann sem við fengum í gegnum „íslenska ákvæðið“ á altari ESB-umsóknarinnar. Það er rétt að rifja það upp og Vinstri grænir eru mestu umhverfishræsnarar á Íslandi sbr. líka það að Íslendingar byrjuðu á ný að brenna kol þegar Vinstri grænir gáfu leyfi fyrir kísilverksmiðjum á Íslandi. Ekki þarf að taka fram að kolin eru innflutt með tilheyrandi mengun. Tölum um umhverfismál með staðreyndum en ekki tilfinningum.