Loftslagsbreytingar, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 113
8. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kynning á helstu atriði úr 6. skýrsla vinnuhóps sérfræðingahóps Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC).
Gestir
Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Árleg heildarlosun koltvíssýringsgilda á heimsvísu er samtals um 50 milljarðar tonna. Ísland losar árlega samtals um 6 milljónir tonna af CO2 gildum eða 0.012% af heildarlosuninni og er því ekki tölfræðilega mælanleg. Losun CO2 gilda af mannavöldum á heimsvísu er eftirfarandi: þá er það svona: Iðnframleiðsla - sement, stál, ál, plast, o.fl. 31%, raforkuframleiðsla 27%, landbúnaður - húsdýr, plöntur, o.fl. 19%, samgöngur - flug, bílar, skip, o.fl. 16%, upphitun og kæling húsnæðis 7%. Allt tal um að við séum umhverfissóðar eru staðlausir stafir. Svandís Svavarsdóttir gaf losunarkvótann sem við fengum í gegnum „íslenska ákvæðið“ á altari ESB-umsóknarinnar. Það er rétt að rifja það upp og Vinstri grænir eru mestu umhverfishræsnarar á Íslandi sbr. líka það að Íslendingar byrjuðu á ný að brenna kol þegar Vinstri grænir gáfu leyfi fyrir kísilverksmiðjum á Íslandi. Ekki þarf að taka fram að kolin eru innflutt með tilheyrandi mengun. Tölum um umhverfismál með staðreyndum en ekki tilfinningum.
  • Flokkur fólksins
    Fram fer kynning á helstu atriðum úr 6. skýrsla vinnuhóps sérfræðingahóps Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Ef horft er til Íslands og Reykjavíkur þá er rafvæðing bílaflotans sjálfsögð aðgerð svo og að nota vistvæna orku til skipa og framleiðsla  á endurnýjanlegri orku og nýtingu hennar. Nýta þarf t.d. það metan sem safnað er  í stað þess að brenna því á báli.  Þetta eru allt  mótvægisaðgerðir sem liggur beinast við að ráðast í og hefði mátt vera búið að virkja fyrir all löngu. Fulltrúi Flokks fólksins vill sjá að skógrækt verði stóraukin í upplandi Reykjavíkur. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að rækta skóg allt frá Heiðmörk og upp að Bláfjöllum og Hengli. Slík skógrækt hefði mun meiri áhrif á loftlagsjöfnuna en endurheimt þess litla votlendis sem er í Reykjavík.