Nýi Skerjafjörður, hönnunarleiðbeiningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 113
8. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kynntar hönnunarleiðbeiningar fyrir borgarland í nýja Skerjafirði.
Gestir
Rebekka Guðmundsdóttir deildarstjóri borgarhönnunar og Martin Arfalk frá Mandaworks, taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Hönnunarleiðbeiningarnar eru metnaðarfullar og setja gangandi og hjólandi umferð og mannlíf milli húsanna í algjöran forgang þar sem gert er ráð fyrir óskertu göngurými, sérstöku svæði fyrir götugögn og félagslegar athafnir sem og hjólastígum. Það fer vel á því að bílar fái í mesta lagi um þriðjung af götukassanum eins og hér er lagt til. Meðal hugmyndanna eru rými þar sem bílar eru algjörlega víkjandi nema vegna vöruflutninga eða slíks sem er ánægjulegt. Hér er um framúrskarandi borgarhönnun að ræða sem taka mætti til fyrirmyndar á uppbyggingarsvæðum.
  • Miðflokkur
    Enn ein glærusýningin sem sýnir bara sumar og sól. Allir vita að sólardagar eru mjög fáir í Reykjavík á sumrin sbr. sumarið í sumar. Fólk býr ekki í glærusýningum. Allt í sambandi við uppbyggingu hjá Flugvellinum í Reykjavík er skemmdarverk á öryggishlutverki hans á landsvísu. Það er mikið ábyrgðarleysi að hálfu borgarstjóra og meirihlutans.