Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, varðandi samráð við lögreglu og slökkvilið vegna breytinga á Laugavegi og Skólavörðustíg, umsögn - USK2021100002
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Hefur verið haft samráð við lögreglu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, vegna lokunar og breytinga við Laugaveg og Skólavörðustíg? Hefur verið kannað hvort breytingarnar komi niður á neyðarakstri og hvort þær muni lengja viðbragðstíma slökkviliðs og lögreglu? Sömuleiðis er óskað svara við því hvort samráð hafi verið haft við samtök hreyfihamlaða í ljósi þess að ekki verður aðgengi fyrir þá á svæðinu milli 7-11 á morgnana.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.