Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,um samráðsfund vegna skipulagshugmynda við Arnarbakka, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 117
13. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, ásamt tillögu Sjálfstæðisflokksins, dags. 8. október 2021.
Svar

Tillögunni er vísað frá með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn frávísun.

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Eðlilegt hefði verið að halda íbúafund um skipulagið þar sem fjölmargar athugasemdir bárust á fyrri stigum í skipulagsferlinu. Með því að funda með íbúum og fara yfir endanlega tillögu og rýna hvort eitthvað mætti betur fara gæti það skapað almennari sátt um skipulagið.
  • Flokkur fólksins
    Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu um samráðsfund vegna skipulagshugmynda við Arnarbakka. Samráð var vissulega viðhaft um breytingar við Arnarbakka  og tekið tillit til athugasemda. Gagnrýna má að forkynningar hafi ekki verið nægilega vel kynntar og því fáar  athugasemdir borist.  Til þess að samráðsferli geti kallast samráðsferli verða upplýsingar um að boðið sé til samráðs að skila sér til íbúa. Það virðist hafa mistekist í þessu tilfelli.