Fyrirspurn
Vegna áformaðra skipulagshugmynda við Arnarbakka er lagt til að haldinn verði samráðsfundur sem fyrst með íbúum í Stekkja- og Bakkahverfi. Íbúar hafa nú þegar mótmælt fyrirhuguðum hugmyndum um uppbyggingu við Arnarbakka sem þau telja ekki vera í samræmi við þá byggðaþróun sem fyrir er í hverfinu. Mikilvægt er að sátt skapist um skipulag og þéttingu í grónum hverfum og er alvöru samráð við íbúa þar lykilatriði.