Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi endurbætur á Fossvogsskóla
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Framkvæmdir við endurbætur á Fossvogsskóla hafa dregist og seinkun hefur orðið á að koma fyrir færanlegum kennslustofum á lóðinni með þeim afleiðingum að skólahaldið er dreift um borgina, annars vegar í húsnæði Hjálpræðishersins og hins vegar í Korpuskóla. Mikilvægt er að skólahald geti hafist sem fyrst í hverfinu næst heimilum nemenda. Munu tímaáætlanir varðandi uppsetningu færanlegra kennslustofa standast og sömuleiðis tímaáætlun endurbóta við skólahúsnæðið?
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.