Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hvort leitað var til sérfræðinga þegar viðmið um þéttleika og hæðir húsa voru ákvörðuð í Breiðholti, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. nóvember 2021. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins spurði hér hvort leitað hafi verið til bestu ráðgjafanna við gerð hverfisskipulags Breiðholts. Vissulega er leitað til sérfræðinga en er meirihlutinn og skipulagsyfirvöld að fá bestu ráðgjöfina? er verið að ráðleggja þeim „vel“? Um er að ræða Breiðholtið þar sem gera á umfangsmiklar breytingar í öllum hverfum. Engum blöðum er um það að fletta að víða í Breiðholti má endurnýja og fegra enda hverfið komið til ára sinna. Skipulagsyfirvöld segjast hafa ítarlegt samráð við fólkið. Ekki skal fulltrúi Flokks fólksins gera lítið úr því. Engu að síður hafa margar kvartanir borist og fólk sem er óánægt stigið fram Um Mjóddina hafa verið gerðar skýrar athugasemdir og svo sem í öðrum hlutum Breiðholts líka. Athugasemdir og áhyggjur íbúa lúta að hæð húsa. Hús mega vera há ef þau skerða ekki útsýni frá öðrum húsum eða útsýni út á sjó ef því er að skipta. Því miður hafa verið byggð of há hús, á vakt þessa meirihluta, sem skerða útsýni og valda skuggavarpi. Þess vegna hefur fólk varan á þegar skipulagsyfirvöld leggja á borðið hverfisskipulag.