Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um þéttleika í nýju skipulagií Breiðholti, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. nóvember 2021. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort áhrif  á nærliggjandi byggð m.t.t. skuggavarps, umfangs, útsýnis og veðurfars hafi verið skoðuð með þar til bærum sérfræðingum? Þessu er ekki svarað. Fulltrúi Flokks fólksins bendir enn á að áhrif húsa á vindstrengi er hægt að kanna í vindgöngum-líkantilraunum. Áhyggjuefni, einkum um hæðir húsa, hafa birst í  fjölmiðlum. Nefna má að í öllu samráðstali skipulagsyfirvalda, að  96% íbúa nærliggjandi byggðar vildu halda  byggingum undir 5 hæðum og höfðu áhyggjur af viðmiðum aðalskipulagsins. Komið hefur fram helsta breytingin frá auglýstri tillögu er sögð sú að viðmiðunarhæð byggðar í Mjódd lækkar í 4-7 hæðir, en hundruð íbúa í grenndinni mótmæltu því að fyrirhugað væri að viðmið um byggðina yrði 5-8 hæðir, eins og Kjarninn sagði frá á dögunum. Meðal athugasemda frá íbúum í Neðra-Breiðholti er áréttað að aðeins stakar byggingar muni geta notið hámarksheimilda og því sé „hæpin forsenda“ að gefa sér að byggðin verði almennt 8 hæðir eða jafnvel hærri. Í svari segir í raun fátt, aðeins að forsendur kynningarferils og skipulagsgerð fyrir Mjódd liggi fyrir  í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 og vinna eigi skipulagslýsingu þar sem farið verður yfir  fjölda íbúða, hæðir húsa, þéttleika eða umfang. Óttast er að ekki verði nægjanlega mikið tekið tillit til óskir íbúa.