Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um þéttleika í nýju skipulagií Breiðholti, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 113
8. september, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins telur að nýbyggingar sem kynntar hafa verið í nýju skipulagi í Breiðholti verði að vera í  takti og tilliti við núverandi byggð. Í tillögu að aðalskipulagsbreytingu virðist mikill þéttleiki og há hús á sumum stöðum svo sem í Mjódd og tengist  áformum um Borgarlínu. Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um eftirfarandi: Voru áhrif á nærliggjandi byggð m.t.t.  skuggavarps, umfangs, útsýnis og veðurfars skoðuð með þar til bærum sérfræðingum? Um þetta er spurt vegna þess að við eigum því miður vond dæmi um veðurfarsleg áhrif á nærliggjandi byggð og skuggavarp sem dæmi í nágrenni Höfðatorgs í Reykjavík. Er tryggt að ný viðmið um hæðir húsa og þéttleika rýri ekki gæði núverandi byggðar í nágrenni þéttingarreita t.d. í nýju skipulagi í Breiðholti?
Svar

Frestað