Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um innviði leikskóla til að takavið mikilli fjölgun, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. nóvember 2021. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins var með 6 fyrirspurnir sem sneru að hverfaskipulagi Breiðholts, innviðabyggingu, kynningarferli,  hvort leitað hafi verið til sérfræðinga og um hækkun húsa,  þéttleika og fleira. Til dæmis er mikilvægt að vita hvort það standi til að kanna áhrif af hæð og lögun húsa í vindgöngum? Ástæða þessara fyrirspurna eru áhyggjur fjölda manns sem búa í Breiðholti. Breiðholtið þarf  endurnýjun og vissulega má þétta víða en vanda þarf til verka og skipulags- og samgöngusvið má ekki fara á undan sér. Það er áhyggjuefni hvað margir eru ósáttir þrátt fyrir allt það samráð sem skipulagsyfirvöld hafa haft. Aftur læðist að fulltrúa Flokks fólksins að það „samráð“ sé ekki alveg að virka. Svörin við öllu sex fyrirspurnaflokkum Flokks fólksins er það sama, copy Og -paste. Sagt að „hafin sé undirbúningur að kynningarferli og skipulagsgerð fyrir Mjódd en gert er ráð fyrir að sú vinna hefst snemma á næsta ári og að forsendur liggi fyrir í  Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. þá á að skoða hæðir húsa m.a. En það er ekki rétt, búið er að ákveða hæðir húsa nú þegar. Það er marg staðfesti. Þá má spyrja, þarf ekki samhliða að hugsa um skólarými samhliða framtíðaruppbyggingu og þróun svæðisins? Á slíkt skipulag að koma eftir á?