Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um kynningar á nýju skipulagi í Breiðholti, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. nóvember 2021. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Óskað var upplýsinga um kynningarmál á fyrirhugaðri breytingu  á hverfisskipulagi í Breiðholti. Gera á víðtækar breytingar.  Eins og lesa má í 200 bls. skýrslum að gert sé ráð fyrir að byggja 800 nýjar íbúðir og 60.000 fermetra atvinnuhúsnæðis á 5-8 hæðum. Óttast er að kynning hafi ekki náð til nógu margra og að fleiri eigi eftir að stíga fram og lýsa óánægju sinni. Þótt skipulagsyfirvöldum finnst samráð hafa verið mikið er það ekki upplifun stórs hluta Breiðhyltinga. Svarið er alltaf það sama, að víðtækt samráð hafi verið haft, og er það skráð samviskusamlega hjá skipulagsyfirvöldum. Vegna COVID var ekki hægt að hafa eins marga kynningarfundi eins og hefði kannski þurft. Það hafa komið fram skýrar athugasemdir frá mjög mörgum um sömu atriðin og ekki er séð að taka eigi svo mikið tillit til þeirra. Verið er að fækka grænum svæðum víða í hverfum þótt sagt sé að verið sé að fjölga þeim. Mál Arnarnesvegar er sér kapítuli en þar á að byggja á gömlu umhverfismati, leggja á hraðbraut nánast ofan í fyrirhugaðan Vetrargarði.