Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um innstig í strætó í tengslum við þéttingu byggðar í Mjódd, umsögn - USK2021100082
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 19. nóvember 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um hvaða innstigsfjölda er miðað þegar tekin er ákvörðun um þéttleikaviðmið í tengslum við fyrirhugaða mikla þéttingu byggðar. Í Mjódd á að byggja 800 nýjar íbúðir og 60.000 fermetra atvinnuhúsnæðis á 5-8 hæðum sem er 53% fjölgun íbúða. Ástæða fyrir þessari fyrirspurn er einna helst sú að komið hefur fram í skýrslu um ferðavenjur sem unnin var fyrir Samtök Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu, sem liður í undirbúningi Borgarlínu, að flest innstig í strætó eru núna í Mjódd, mun meira en á Hlemmi.  Fulltrúi Flokks fólksins dró þá ályktun að þegar verið er að skoða þéttingu byggðar og áhrif þéttingar hlyti að vera mikilvægt að skoða ferðavenjur fólks.  Nú segir í svari að svo sé ekki eða orðrétt: “fjöldi innstiga í strætisvagna er ekki þáttur í ákvörðun um þéttleika byggðar, heldur sé lögð er áhersla á uppbyggingu miðlægt þar sem auðvelt er að þjóna með góðum almenningssamgöngum“. Fulltrúi Flokks fólksins taldi að þetta gæti einmitt átt við Mjóddina enda þar kjöraðstæður til að þjóna vel með almenningssamgöngum og því eðlilegt að horfa til innstigafjölda og komast að eðlilegu viðmiði við skipulagningu hverfis þar sem þétta á byggð svo mikið eins og raun ber vitni í Mjóddinni.