Lagt er til við skipulags- og samgönguráð að samþykkt verði að óheimilt verði að stöðva og leggja ökutækjum við austur kant Frakkastígs, frá Njálsgötu og 25 metra til norðurs. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.