Frakkastígur stöðubann, tillaga - USK2021020121
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 15. september 2021:
Svar

Lagt er til við skipulags- og samgönguráð að samþykkt verði að óheimilt verði að stöðva og leggja ökutækjum við austur kant Frakkastígs, frá Njálsgötu og 25 metra til norðurs. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.