Fyrirspurn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. september 2021 þar sem lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki tillögu Vísindagarða Háskóla Íslands um
eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð: 1. Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í norðvestari kanti Bjargargötu. 2. Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í suðaustari kanti Torfhildargötu. Ofangreint sé merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum, í samræmi við reglugerð nr. 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra, með síðari breytingum.