Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um hreinsun í Úlfarsárdal
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Tillaga Flokks fólksins að skipulagsyfirvöld gerir skurk með öllum ráðum og dáðum að tekið verði til í Úlfarsárdal n.t.t. við og í kringum  Úlfarsársbraut þar sem finna má byggingarefni liggja eins og hráviði. Enn berast borgarfulltrúum myndir af óreiðu og drasli einna helst byggingarefni við Úlfarsárbraut. Af þessu er mikil sjónmengun og hætta stafar af sumum efnum og aðstæðum. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagssvið láti fara fram allsherjar tiltekt í hverfinu. Reykjavíkurborg/skipulagssvið getur varla verið að sinna skyldum sínum í skilmálaeftirliti og eftirfylgni víst ástandið er svo slæmt þarna sem raun ber vitni. Skoða þarf það sérstaklega.
Svar

Frestað.