Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. nóvember 2021.
Svar
Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Bókanir og gagnbókanir
Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
Mikil uppbygging er í Úlfarsárdal, sundlaug er að opna, íþróttaaðstaða að byggjast upp og ný verslun og þjónusta fyrirhuguð við Rökkvatjörn. Tillagan geymir ekki raunhæfar lausnir að því hvernig tryggja ætti enn frekara framboð þjónustu innan hverfis og er henni vísað frá.
Flokkur fólksins
Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að skipulagsyfirvöld beittu sér með ákveðnari hætti að gera Úlfarsárdal sjálfbært hverfi eins og til stóð að það yrði og lofað var. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að verslun komi í Rökkvatjörn og að tillagan geymi ekki raunhæfar lausnir. Vilja skipulagsyfirvöld að fulltrúi Flokks fólksins útfæri tillöguna nánar? Í umsögn er viðurkennt að eitthvað hefur farið úrskeiðis við uppbyggingu þessa hverfis sem “af mörgum ástæðum” eins og það er orðað, hefur tekið langan tíma. Á öllum þessum tíma hefur ekki tekist að byggja upp nauðsynlega innviði til að hægt sé að mæta daglegum þörfum íbúanna innan hverfisins. Verið er að byggja glæsilegt mannvirki í Dalnum, skóla, íþróttaaðstöðu og sundlaug. Með þá framkvæmd ríkir almenn ánægðu að því er fulltrúi Flokks fólksins telur. Það eru aðrir hluti sem vanta s.s. almennar þjónustuverslanir. Ekki er hægt að kaupa neinar vistir í sjálfu hverfinu enn sem komið er. Sé farið í næsta hverfi eftir föngum þarf bíl, og það er ekki í samræmi eða í takt við hugmyndafræði skipulagsyfirvalda. Hér eru því heilmiklar mótsagnir.