Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um úttekt á aðgengi gönguþverunum hjá Hörpu,umsögn - USK2021100080
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Fyrirspurn í tengslum við tillögu meirihlutans að gera  úttekt á aðgengi á gönguþverunum í borginni. Í þessu sambandi vill fulltrúi Flokks fólksins spyrja hvort búið sé að stilla gönguljósin móts við Hörpu sem loguðu án tillits til hvort einhver hafði ýtt á gönguljósahnappinn? Flokkur fólksins lagði  til árið 2020 að slökkt verði á gönguljósum móts við Hörpu sem loga reglulega þótt enginn ýti á gönguljósahnappinn. Ekki er vitað um afdrif þeirrar tillögu. Í greinargerð með tillögunni kom fram sú ábendinga að þessi ljós ættu að vera í samhengi við ljósin á undan, ásamt gönguljósunum, en það virtist ekki vera og þess vegna myndast raðir að óþörfu. Um 40 metrum eftir gatnamótin frá Hörpu eru tvær gönguþveranir norðan megin götunnar, sem sameinast í eina við Seðlabankann. Önnur er án ljósa en hin með gönguljósum, þar sem er rofabox fyrir gangandi til að kalla fram skiptingu. Síðari gönguþverunin með ljósastýringunni var lokuð með steinagirðingu og gönguljósin stillt á tíma þannig að rautt ljós kemur á umferðina með reglulegu þéttu millibili án þess að nokkur gangandi maður ýti á takkann, auk þess að þverunin er lokuð. Á þessum ljósum hlýtur að þurfa að slökkva og kannski er búið að því? 
Svar

Frestað.