Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. nóvember 2021.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Bókun við umsögn vegna fyrirspurnar fulltrúa Flokks fólksins um ljósastýringar við Hörpu. Í svari kemur fram að um var að ræða tímabundnar samtengingar á ljósastýringum sem virðast hafa bæði verið flóknar og ekki hafa virkað vel en hljóta þó að hafa miðast við að lágmarka slysahættu. Búið er að afnema þessa tímabundnu samtengingu svo ekki kemur lengur grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur þegar ökutæki ekur út af vinnusvæðinu. Málið er sagt úr sögunni en það er einkennilegt að mati fulltrúa Flokks fólksins að nú er staðan þannig að ekki kemur lengur grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur þegar ökutæki ekur út af vinnusvæðinu eins og sagt er í svarinu. Skapar það ekki slysahættu?