Í svari kemur fram að Reykjavíkurborg óskaði ekki sérstaklega eftir að Maskína gerði könnun á ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu, heldur hefur fyrirtækið gert þær að eigin frumkvæði undanfarin ár. Í ár bauð Maskína borginni að kaupa niðurstöður könnunarinnar eins og segir í gögnum, sérstaklega flokkaðar m.a. m.t.t. hverfaskiptingar Reykjavíkur. Kostnaður var 290.000 kr. Spurning er hér hvort borgin keypti þessa könnun fyrir eða eftir að niðurstöður lágu fyrir? Það sem könnunin sýndi niðurstöður sem ekki hentar stefnu og væntingum meirihlutans má ætla að gengið hafi verið frá kaupunum áður en niðurstöður lágu fyrir. Um þetta mun fulltrúi Flokks fólksins vilja senda inn sérstaka fyrirspurn. Það er ljóst að mati Flokks fólksins að skipulagsráð freistar einskis til að fá "staðfestingar" á að notkun einkabílsins sé að dala. Það lítur út fyrir að vera óskhyggja samkvæmt þessari könnun sem sýnir að notkun einkabílsins er að aukast.
Svar
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.