Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um þrengingar í ýmsum götum og hverfum í Reykjavík, umsögn - USK2021120036
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 125
12. janúar, 2022
Annað
‹ 34. fundarliður
35. fundarliður
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 10. janúar 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 
    Þetta svar er útúrsnúningur. Punktur. Fram kemur að „til að skrifstofan geti tekið saman nánara yfirlit yfir aðgerðir þarf að liggja fyrir hvers konar aðgerðir er átt við, svo sem hraðahindranir, breytingar á notkun akreina, breytingar á beygjureinum, breytingar á yfirborðsmerkingum o.s.frv.“ Það var þetta sem ég var að spyrja um. Ekki er heldur lengur hægt að telja bílastæði í Reykjavík þó að hæfni sé til staðar til að telja nagladekk. Svo virðist sem borgarstjóri hafi það markmið að snúa út úr fyrirspurnum minnihlutans og gefa kafloðin svör svo almenningur komist aldrei að því hvaða myrkraverk er verið að fremja í borginni á hans vakt. Fyrirspurnin var um fækkun bílastæða í Reykjavík en svarið er um FJÖLGUN bílastæða. Er nema von hvernig komið er fyrir höfuðborginni? Hvítt verður svart og svart verður hvítt.