Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um þrengingar í ýmsum götum og hverfum í Reykjavík, umsögn - USK2021120036
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Miklar þrengingar hafa staðið yfir í ýmsum götum og hverfum í Reykjavík á þessu kjörtímabili. Svo miklar þrengingar hefur verið farið í að þær hafa skapað mikla slysahættu og sem dæmi má nefna að nú í haustbyrjun voru gatnamótin af Kringlumýrarbraut upp á Bústaðaveg til vesturs þrengd mjög. Einning má nefna algjöra lokun Lækjargötunnar á stóru svæði þrátt fyrir að hótelbyggingin þar er komin upp. Lokun bílastæða í miðborginni er svo annar handleggur eins og t.d. við Austurvöll. Á þessum grunni óskar borgarfulltrúi Miðflokksins að fá upplýsingar um: 1. Yfirlit yfir allar þrengingar á götum sem farið hefur verið í frá 1. júní 2018 innan borgarmarkanna hvort um sé að ræða borgargötur eða götur sem eru á ábyrgð Vegagerðarinnar. 2. Einnig er óskað eftir yfirliti yfir fækkun allra bílastæða frá 1. júní 2018 í borgarlandinu og þar undir fellur líka fækkun bílastæða sem hefur verið breytt í útisvæði fyrir rekstraraðila. 
Svar

Frestað.