Grásleppuskúrar við Ægissíðu, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 119
3. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kynning á grásleppuskúrunum við Ægissíðu frá forstöðumanni Borgarsögusafns að beiðni Sjálfstæðisflokksins.
Svar

Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Grásleppuskúrar eru menningarminjar og mikilvægt að halda í þá arfleifð. En miðað við hvernig þeir voru gerðir er ekki hætta á að endurgerðin verði sögufölsun að einhverju leyti? Kassafjalir og alls kyns þeirra tíma byggingarafgangar liggja ekki á lausu. En þetta er framtíðarverkefni og vissulega er gaman að sjá þessar minjar lifa áfram.