Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um ljósastýringu í bílakjallara Ráðhússins
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 119
3. nóvember, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Tillaga Flokks fólksins að ljósabúnaður við innkeyrslu bílakjallara Ráðhússins verður lagaður hið fyrsta. Í mörg ár hefur verið ljósabúnaður við innkeyrslu bílakjallara Ráðhússins, þar sem umferð upp og niður var stýrt með rauðu og grænu ljósi, þar sem innkeyrslan er einbreið. Til viðbótar var ljós fyrir ofan með textanum "Fullt" sem gaf til kynna að engin stæði væru laus og þá var rauða ljósið jafnframt logandi þótt enginn bíll væri að koma á móti. Nú hefur þetta verið tekið niður og einungis rautt og grænt ljós gefur til kynna hvort umferð sé að koma upp innkeyrsluna. Þetta er ekki lengur tengt teljara aðgangskerfisins. Afleiðingin er sú, að bílum er hleypt niður innkeyrsluna, en lokunarsláin opnast ekki ef stæðin eru öll upptekin. Það gerist einnig þótt einhver stæði séu laus, frátekin fyrir þá sem eru með sérstök kort frá Ráðhúsinu. Ófremdarástand hefur skapast við þessa breytingu þegar röð af 3-4 bílum eru á leið ofan í kjallarann en sláin lyftist þar sem kjallarinn er fullur. Allir meta það svo að græna ljósið þýði laus pláss og vandræði myndast þegar allir bílar þurfa að bakka aftur upp innkeyrsluna. Þessu þarf að breyta og setja aftur upp skiltið "Fullt" ásamt rauða ljósinu sem áður var, þannig að ekki sé ekið niður í bílakjallarann við þessar aðstæður.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Bílastæðasjóðs.