Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skotsvæðið í Álfsnesi, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. nóvember 2021. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Svörin frá Reykjavíkurborg þegar íbúar í nágrenninu hafa kvartað m.a. með undirskriftalistum , mörg undanfarin ár, hafa verið þau að verið sé að leita að nýju svæði fyrir skotvellina því er fyrirspurnin lögð fram. Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvaða  aðrir möguleikar eru til skoðunar þar sem unnið er að valkosta- og staðarvalsgreiningu? Hver er að leita og hvaða tímamörk eru sett? Skv. úrskurði UUA hefur svæðið aldrei öll 16 árin verið á Aðalskipulagi og þar af leiðandi hvorki farið fram íbúakynning né umhverfismat. Nú ætlar Reykjavíkurborg samt að bæta við á síðustu stundu og gera grundvallarbreytingu  Aðalskipulaginu AR 2040 án sérstakrar auglýsingar og íbúakynningu einum og hálfum mánuði eftir að athugasemdafresti lauk.  Þessi afgreiðsla er skýrt brot á Árósasamningnum og  32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvers  eiga íbúar Kjalarness  og útivistarfólk að gjalda vegna samráðsleysis Reykjavíkurborgar? Skipulagssvið borgarinnar hélt kynningarfund fyrir íbúa 2016.  Síðan hefur engin lögboðin kynning né samráð verið haft. Fleiri hafa gert athugasemdir  við tillögu Aðalskipulagsins.  Svörin við báðum athugasemdum voru að gera eigi heildarskipulag fyrir Kjalarnes í vetur. Eina sem segir í svari er að ekki hafi verið fundinn nýr staður fyrir skotæfingarsvæði.