Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um aðstæður hjólandi vegfarenda í Úlfarsárdal
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 120
10. nóvember, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins var fyrir nokkrum vikum með fyrirspurn um aðstæður  hjólandi vegfarenda í Úlfarsárdal þar sem eru tröppur á göngustígum. Þarna fer fólk einnig um með barnakerrur.  Í hverfinu eru tröppur víða og hafa börn sem hjóla í skólann þurft að bera hjól sín upp og niður tröppurnar eða leiða þau auk þess sem hjólastígar eru víða með krappar beygjur. Sendar voru myndir með fyrirspurninni til að sýna aðstæður. Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir endurskoðun á þessu en fékk engin viðbrögð önnur en þau að þetta væri í lagi við Urðarbrunn. Með þessari fyrirspurn sem hér er lögð fram er aftur sýnd mynd sem sýnir hvernig börn reyna að redda sér þegar aðstæður bjóða ekki upp á að hjóla á stíg.  Hér má sjá hvernig þau einfaldlega hjóla á grasbakka með fram göngustígnum til að þurfa ekki að bera eða leiða hjól sín. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skipulagsyfirvöld vilja ekki reyna að lagfæra þetta þannig að börn komist leiðar sinnar hjólandi án erfiðleika og einnig að fólk geti farið um með barnakerrur bæði þrí- og fjórhjóla? Það ástand sem þarna ríkir getur verið hættulegt. Stígarnir eiga að þjóna börnum á hjólum og hlaupahjólum sem og fólki með vagna og kerrur.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.