Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um álit umboðsmanns Alþingis um að hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 119
3. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Fyrirspurn Flokks fólksins um viðbrögð skipulags- og samgönguráðs við áliti umboðsmanns Alþingis um að hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötum. Hefur Reykjavík beint fyrirmælum til Bílastæðasjóðs um að breyta verklagsreglum í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis um að ekki væri heimilt að sekta vegna bifreiða sem lagðar eru í merkt stæði á göngugötum ef um er að ræða handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða? Stendur til að bregðast við áliti Umboðsmanns með því að hætta að sekta fyrir slík tilvik eða verður brugðist við álitinu á annan hátt?
Svar

Tillögunni fylgir greinargerð.Frestað