Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að einfalda umsóknarferli rekstrarleyfis
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að sá sem sækir um leyfi til rekstrar af hvers lags tagi í Reykjavík þurfi aðeins að setja sig í samband við einn aðila í borgarkerfinu, einn tengilið í stað þess að þurfa að tala við marga. Eins og staðan er núna þá er þetta umsóknarferli óþarflega flókið. Fram kemur á vefnum að umsagnarferlið getur tekið allt að 45 daga. Á þessu er allir gangur eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt og er heildarumsóknarferli iðulega mikið lengra. Enda þótt ferlið virki einfalt í einhverjum fimm skrefum á vef borgarinnar hafa fjölmargir lýst þessu ferli sem göngu milli Pontíusar og Pílatusar. Í þessari tillögu er lagt til einn aðili, svokallaður tengiliður annist þessi mál þannig að hann haldi utan um gögnin. Með því að hafa samband við tengiliðinn er hægt að fá uppgefið strax hvar hvert og eitt gagn er statt. Tengiliðurinn safni síðan gagnapakkanum saman og geri hann kláran fyrir umsækjanda. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að þetta sé gert með þessum hætti þar til stafrænar lausnir eru komnar sem leysi tengiliðinn af hólmi. Slíkar stafrænar lausnir ættu að geta komið fljótt ef leitað er samstarfs við t.d. Stafræna Ísland eða aðra sem komnir eru lengra í stafrænum lausnum.
Svar

Fyrirspurninni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Útgáfa starfs og rekstrarleyfa fellur ekki að verkefnum ráðsins. Það er ekki okkar mat að tillagan bæti miklu við þá vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við gerð þjónustustefnu borgarinnar. Tillögunni er vísað frá.
  • Flokkur fólksins
    Tillögu fulltrúa Flokks fólksins  um að einfalda umsóknarferli rekstrarleyfis hefur verið vísað frá. Þetta er gert þó margir séu sífellt að benda á að umsóknarferli hvers lags er afar flókið hjá borginni. Ekkert virðist bóla á að bæta eigi kerfið. Tillagan var á þá leið að umsækjandi gæti sett sig í samband við einn tengilið í stað þess að þurfa að tala við marga. Fram kemur á vefnum að umsagnarferlið getur tekið allt að 45 daga. Á þessu er allir gangur eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt og er heildarumsóknarferli iðulega mikið lengra. Allt er látið líta vel út á vefnum en í raun þurfa umsækjendur að ganga á milli Pontíusar og Pílatusar í ferð sinni gegnum kerfið. Ef þessi tillaga væri samþykkt myndi ferlið einfaldast til muna. Með því að hafa samband við tengiliðinn er hægt að fá uppgefið strax hvar hvert og eitt gagn er statt. Tengiliðurinn safni síðan gagnapakkanum saman og geri hann kláran fyrir umsækjanda. Ennþá vantar allar stafrænar lausnir til að liðka fyrir þjónustunni. Slíkar stafrænar lausnir ættu að geta komið fljótt ef leitað er samstarfs við t.d. Stafræna Ísland eða aðra sem komnir eru lengra í stafrænum lausnum.