Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um kvöð um tímaramma þegar byggingaleyfi er veitt
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 122
1. desember, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að veiti skipulagsyfirvöld byggingarleyfi fylgi því leyfi tímamörk sem viðkomandi hefur til að fullklára bygginguna. Útgefið leyfi þarf að leiða til þess að bygging rísi á viðkomandi lóð innan ákveðins tíma. Um tímann má semja enda ýmislegt sem kemur til. Fram til þessa eru sum útgefin leyfi aðeins pappír um eitthvað sem kannski verður gert. Í einhverjum tilfellum eru engar sérstakar ástæður fyrir töfum nema kannski að það standi illa á hjá lóðarhafa, hann vilji jafnvel bíða og sjá hvert íbúðaverð er að þróast. Meirihlutinn segir nú vera metár í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en það sárvantar enn húsnæði sem hefur leitt til þess að fasteignamarkaðurinn er ekki í jafnvægi. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur nokkrum sinnum lagt fram fyrirspurnir um byggingarferli og tillögur um að einfalda ferlið en kvartað er yfir töfum og að flækjustig séu óþarflega mörg. Byggingarferli á nýjum íbúðum er tímafrekt við bestu aðstæður og enn tímafrekari þegar byggt er á þéttingarreitum. Verði Flokkur fólksins í næsta meirihluta borgarstjórnar mun hann vilja tryggja stöðugt framboð á lóðum og auka lóðaframboð á reitum sem ekki eru þegar byggðir. Tillögunni fylgir greinargerð.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.