Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,um borð og bekki fyrir hjólastólanotendur, umsögn - USK2021110031
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 22. nóvember 2021.
Svar

Samþykkt.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins styður þessa tillögu um borð og bekki fyrir hjólastólanotendur heils hugar. Sjálfsagt er að setja borð og bekki sérhannaða fyrir hjólastólanotendur á völdum stöðum. Velja þarf þessa staði í fullu samráði við notendur. Þeir eiga að hafa  allt um það að segja hvar þessi borð og bekkir verða settir. Hafa þarf samráð við hagsmunafélög í þessu sambandi, ÖBÍ, Sjálfsbjörg. Þetta er einfalt að framkvæma og ekki ætti að felast í þessum aðgerðum mikill kostnaður. Nú er mikið rætt um algilda hönnun og má segja að þetta flokkist þar undir. Markmið algildrar hönnunar er að skipuleggja og framleiða vörur, byggingar og umhverfi, og að hanna þjónustu þannig að það gagnist sem flestum og að sem mestu leyti. Vísað er til Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, hönnun fyrir alla, aðgengi fyrir alla.