Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að bekkir og borð sem henta einstaklingum er nýta hjólastóla verði settir upp á völdum stöðum í borgarlandinu (sjá myndir). Lagt er til að leitað verði til Sjálfsbjargar varðandi val og staðsetningu á þessum bekkjum og borðum.
Svar
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Fulltrúi Flokks fólksins styður þessa tillögu um borð og bekki fyrir hjólastólanotendur heils hugar. Sjálfsagt er að setja borð og bekki sérhannaða fyrir hjólastólanotendur á völdum stöðum. Velja þarf þessa staði í fullu samráði við notendur. Þeir eiga að hafa r allt um það að segja hvar þessi borð og bekkir verða settir. Hafa þarf samráð við hagsmunafélög í þessu sambandi, ÖBÍ, Sjálfsbjörg. Þetta er einfalt að framkvæma og ekki ætti að felast í þessum aðgerðum mikill kostnaður.