Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir rökum skipulagsyfirvalda um að taka 12 bílastæði við Brávallagötu undir rafbílastæði án samráðs við íbúa. Bílastæði við götuna eru of fá og ekki vitað hvort nokkur sem þarna býr sé á rafbíl. Fulltrúi Flokks fólksins hefur talað um að flýta skuli orkuskiptum og þá ekki síst með því að liðka fyrir rafbílum m.a. með ívilnunum og á það einnig við um twin-bíla. Metanbílar eru ekki margir í Reykjavík og hefur borgin frekar vilja brenna metan á báli á söfnunarstað en nýta það. Rafbílar eru því miður enn of dýrir og hafa þeir sem minna hafa milli handanna ekki ráð á þeim. Nú hefur frést að án samtals við íbúa að bílastæði við Brávallagötu séu tekin undir rafbílastæði. Sumum finnst að þessi aðgerð sé eins konar þvingunarleið skipulagsyfirvalda til að fólk fari á rafbíl. En það er varla hægt að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það hefur ekki efni á.